Dömustaðir - dömulegri en dauðinn

Hér búa Sísí og Kókó, átján karata gullgellur og sexí súperhetjur. Einnig The Handsome Hannesson og líka Queen Guggz.
Og Skrifa so!
Gjörasvovel að skrifa í...
GESTABóKINA
online

fallegt fólk og fleira...
..Brúðarbandið!
.. Netþýðandinn
.. Góðar stelpur
.. Metallicahhh
.. Uppskriftir
...Myndir
.. Ellsys
.. Blögg

Daglegt brauð
...BadMean&Ton
.....Skruddan mín
.....Hagfræðipönk
......Vantrúboðinn
.......Hörpuheimur
.........Hel til heljar
..........PulsuBjarni
..........Anarkistinn
...........Rokklingur
............Maggabest
.............Rokkarinn
.............Doktorinn
...............Fellibylur
...............Blindgata
...............Badabing
................Hnakkus
.................Katrín.ís
..................Marilyn
..................Raðskat
...................Gneisti
....................Muzak
.....................Þórdís
.....................Unnur
.....................Bedda
......................Hexia
......................Matur
......................Slátur
......................Gyðja
.........................Erna
.........................Orri
.........................Már
...........................Bre

Vefhringur
< ? iCeBloG # >






sunnudagur, september 15, 2002
JÆjæa.

Við erum þunnarrrrrr.
Alveg hreint skeeeel.
Bíðið aðeins þurfum að fylgja gesti til dyra.

Og á meðan við munum - elsku hjartans ástkæru elskendur okkar sem skrifa í gestabókina okkar, í gvuðannaogjésúss nafni skrifið undir nafni. Annars drepum við hvora aðra úr spennu og spurningaveiki.

Það er kominn nýr herramaður á Dömustaði. Sumsé dami númer tvö. (Steini er ALLTAF númer eitt. Enda sætur. We looooov Steina.)

Já sesatt, dami númer tvö heitir því dömulega nafni Ragnar og kemur frá Svalbarða. Hann er nú fluttur í litla herbergið og er bara búinn að koma sér nokkuð huggulega fyrir. Nokkrir blúndudúkar og flaujelis gardínur fyrir gluggann. Flónnel á rúminu. Voða smart.

Ragnar er með mjög dömulegt hár. Ljóshærður með sítt hár, og rokkari fram í fingurgóma. Enda er hann merktur þeim göfuga tilgangi að rokka og róla á upphandlegg.

Það vill nefnilega svo skemmtilega til, að allir íbúar á Dömustöðum eru með húðflúr á upphandlegg. Húðflúr er mjöööög dömulegt orð. Flúr. Það flúrar feitt.
Nema Hetja. Enda er hún ekki með handleggi, aumingja hún.
Við erum að melda það með okkur að brennimerkja hana einn góðan veðurdag, eitthvað rokk á bakið. Því einsog allir vita þá er dömulegt að rokka. (Mundu það Maggi sinn. Rokkaðu bara nóg og þá er aldrei að vita nema þú verðir dami númer þrjú.)

Hérna rétt í þessu gerðist sá stórviðburður að Ragnar fékk gælunafn. Héðan í frá gengst hann við því lekkera nafni Rocky.

Varðandi naglalakkeringar þá erum við búnar að setja saman hérna smá leiðbeiningar fyrir byrjendur er nefnast Þörtín ísí steps. Gjossovel.

1. Athugið að neglur séu hreinar og naglabönd fjarlæg.
2. Staðsetjið höndina á stöðugan flöt, til dæmis massívt eikarborð.
3. Veljið lit af gaumgætni, gott er að láta naglalakkið tóna við varalit. Eða veski. Eða skó. Eða handska. Ó það virkar ekki.
4. Byrjið á að strjúka pensli léttum strokum frá rótum naglarinnar við miðju, uppá við og vinnið ykkur út til hliðanna. Gætið þess vandlega að subba ekki útfyrir, því það er ódömulegt. Við viljum ekki vera gleðikonur.
5. Gæti óöryggis í pensilstrokunum, er gott að teikna neglur á blað og æfa sig í strokunum þar nokkrum sinnum áður en hafist er handa.
6. Málið allar neglur í eins lit og þegar því er lokið setjið þið pensilinn í glasið og veifið höndunum dömulega út í loftið.
7. Farið síðan út á svalir og reykið eina sígó.
8. Þá ættu allar neglur að vera orðnar þurrar, og hægt að skella sér í aðra umferð.
9. Í annarri umferð gilda sömu reglur og í hinni fyrri.
10. Ekki er hægt að kaupa sér nein sérstök tæki til aðgerða þessara, þetta krefst eingöngu handlagni, en einsog allir vita eru allar dömur mjög handlagnar.
11. Það má ekki sulla niður undir neinum kringumstæðum, það er mjög ódömulegt, mjöööööööög. Mjööööööööög.
12. Hægt er að naglalakka með nýjum lit, en áður en það er gert þarf að fjarlægja það sem fyrir er. Það er gert með sérstakri efnablöndu er nefnist asíngtón, og fæst það í flestum betri búðum bæjarins. Jafnvel úti á landi. Bött dónt kánt on itt.
13. Gott er að hella asíngtóninu í baðmullarskífu og nudda því yfir nöglina hratt fast og örugglega þar til allt er horfið.

Maggi sinn, hafi þetta lukkast svona vel hjá þér í fyrstu atrennu, er ekkert sem útilokar það að þetta sé meðfæddur hæfileiki hjá þér. Til hamingju með það.

Jæja, nú ætlum við að sletta í form og taka efri skápana og strjúka yfir gólfin.
Þetta er búið. Bless.


19:58

Comments: Skrifa ummæli



Fara upp



Manifestó Dömustaða

Að vera dama er ekki að vera sífellt skúrandi gólfin á háhæluðum skóm með varalit.
Að vera dama er djöfulli töff og kúl.
Að vera dama er að vera meðvituð um kvenleikann en láta hann ekki yfirbuga sig.
Að vera dama er að njóta þess að vera kona og ekki láta kúga sig vegna þess eins að kona er dama. Eða dama er kona.
Að vera dama er að njóta þess að vera háhæluðum skóm þegar dömu langar eða strigaskóm þegar dömu langar.
Dama hefur gaman af að vera í háhæluðum skóm, en hún fer úr þeim ef þeir eru óþægilegir.
Það er líka dömulegt að vera í strigaskóm.
Dama nýtur þess að mála sig og hefur gaman af öllum þessum litum, en hún finnur öngva þörf fyrir að mála sig, dama getur látið sjá sig utanhúss ómáluð og skammast sín ekki.
Dama fer út í búð á náttbuxunum og hefur gaman af.
Dama fer í gallabuxum á skrifstofuna og hugsar ekki er í lagi að mæta í gallabuxum á skrifstofuna.

Dama lætur ekki kúga sig.

Dama lætur ekki kúka á sig.

Það er bara ógeðslegt



Dolly speki vikunnar:
"I have two natural pillows on the front"


Teljari