Dömustaðir - dömulegri en dauðinn

Hér búa Sísí og Kókó, átján karata gullgellur og sexí súperhetjur. Einnig The Handsome Hannesson og líka Queen Guggz.
Og Skrifa so!
Gjörasvovel að skrifa í...
GESTABóKINA
online

fallegt fólk og fleira...
..Brúðarbandið!
.. Netþýðandinn
.. Góðar stelpur
.. Metallicahhh
.. Uppskriftir
...Myndir
.. Ellsys
.. Blögg

Daglegt brauð
...BadMean&Ton
.....Skruddan mín
.....Hagfræðipönk
......Vantrúboðinn
.......Hörpuheimur
.........Hel til heljar
..........PulsuBjarni
..........Anarkistinn
...........Rokklingur
............Maggabest
.............Rokkarinn
.............Doktorinn
...............Fellibylur
...............Blindgata
...............Badabing
................Hnakkus
.................Katrín.ís
..................Marilyn
..................Raðskat
...................Gneisti
....................Muzak
.....................Þórdís
.....................Unnur
.....................Bedda
......................Hexia
......................Matur
......................Slátur
......................Gyðja
.........................Erna
.........................Orri
.........................Már
...........................Bre

Vefhringur
< ? iCeBloG # >






laugardagur, september 07, 2002
Dömur mínar og herrar.

Í Morgunblaðinu í dag er eeeexellent grein eftir Úlfhildi Dagsdóttur sem heitir Baráttan við kvenleikann. Ég (Sísí) er alveg að finna mig í þessum pælingum, þetta er svona soldið tengt dömuskapslegsheitspælingum gærdagsins, ég er alltaf í dílemma með að reyna að samræma dömuskap, feminisma og rokk.
Þessi grein Úlfhildar hjálpaði mér mjög mikið, svo ég birti hérna “smá” úrdrátt gjössovel:

Árið 1929 birti breski sálgreinandinn Joan Riviere grein sem hún kallaði “Womanliness as a Masquerade” eða kvenleikinn sem grímuleikur. (Grímuleikur er hugtakið sem hefur verið notað um “masquerade” sem þýðir í raun grímuball. Orðið grímuleikur nær jafnframt inn hugmyndinni um þann leik, bæði hlutverkaleik og samkvæmisleik, sem kenningin gefur til kynna.)

[...] Hugmynd Riviera er í stuttu máli sú að konur sviðsetji og/eða ýki kvenleika fyrir karla. Kvenleikinn sé sumsé leikinn fyrir karla, og ekki bara út í loftið, heldur er þetta eins konar feluleikur sem kemur til af ótta og áhyggjum, það er konurnar eru að reyna að hylma yfir “karlmennskuleg” einkenni sín, eins og til dæmis gáfur og menntun, til þess að forða sjálfum sér frá áhyggjum vegna viðbragða karla og þarmeð refsingu þeirra fyrir að vera ekki nógu kvenleg og að ráðast inn á þeirra svið. Þannig er þessum kvenlega grímuleik, ætlað að fela það fyrir körlum að konur eru ekki eins kvenlegar og þeim er ætlað að vera, eins og samfélagið gerir ráð fyrir að þær séu.

Reyndar minnir Riviere líka á að kvenleikurinn getur einnig verið sadískur, en sadíski leikurinn er meira háðskur, honum er stefnt gegn körlum, þeim til háðungar.

Og Riviere spyr sig: “hver er munurinn á grímuleiknum og kvenleikanum, hvar dreg ég línuna milli konunnar og grímunnar?” Og niðurstaða hennar hefur gert greinina að klassík, sú að það sé enginn munur, kvenleikinn og grímubúningurinn séu eitt og hið sama, og með því er gefið til kynna að það sé ekki til neinn eðlislægur kvenleiki.

En hvaða konur eru þetta sem Riviere talar um? Jú, hún er að tala um klárar konur, vel gefnar, menntaðar konur, konur sem eru útivinnandi. Hún veltir fyrir sér hvernig hún eigi eiginlega að skilgreina þessar konur sálfræðilega, því nú sé ekki lengur hægt að segja að útivinnandi konur séu karlmannlegar og reyni hvað þær geti til að virðast karlmannlegar; konur í atvinnulífinu í dag segir Riviere fyrir 73 árum, eru fullkomlega kvenlegar að sjá, þær eru góðar eiginkonur og mæður, flinkar húsmæður, virkar í félagslífinu og styrkja menninguna, þær hugsa um útlitið á kvenlegan hátt og þegar á þarf að halda finna þær tíma til að leika hlutverk móðurstaðgengils fyrir breiðan hóp vina og ættingja.

Eftir þessa almennu lýsingu fer Riviere að taka dæmi af einstökum konum. (Og hér ber að taka fram að þessar konur eru allar sjúklingar hennar, en kenningin um grímuleikinn er upphaflega sálfræðileg kenning um sjúkleika; Riviere greindi þetta ástand sem sjúkdóm eða “neurosis”, sem kemur til af spennu milli hlutverka). Ein kvennanna er bandarísk kona sem er sífellt að skrifa greinar og halda fyrirlestra. Allt hennar líf hafði hún þjáðst af ákveðinni angist, stundum mjög mikilli, eftir að hafa komið fram opinberlega, eins og til dæmis eftir að hafa haldið fyrirlestur. Þrátt fyrir að þessi kona hafi notið mikillar velgengni þá var hún alltaf skelkuð allt kvöldið eftir, full grunsemda um að hún hefði gert eitthvað óviðeigandi og var í mikilli þörf fyrir hughreystingu. Þessi þörf var svo mikið að hún fann sig tilneydda til að leita eftir hóli og hvatningu frá karlmönnum sem höfðu hlýtt á mál hennar og ekki bara hvaða mönnum sem var heldur karlmönnum sem voru eins konar föðurímyndir. Og Riviere bætir við, dálítið háðsk, að álit þessara manna á fyrirlestri konunnar var oftar en ekki lítils virði. Það var ekki aðeins frammistaða hennar sem fyrirlesari sem konan vildi fá hól fyrir heldur ekki síður frammmistaða hennar sem konu: fannst þessum mönnum hún líka kynþokkafull? Og að sögn Riviere daðraði konan skammlaust við karlana, allt til að fá fullvissu sína um að hún væri bæði eftirsóknarverð kona og eftirsóknarverður fyrirlesari. Vandamál konunnar – munið að hún er sjúklingur Riviere – er hvað þessi hegðun hennar passaði illa við þá vitrænu og yfirveguðu nálgun sem hún hafði á starf sitt. Þarna urðu sumsé andlegir árekstrar, og Riviere leggur mikla áherslu á hversu ómeðvituð konan hafi verið um hegðun sína, og notar lýsingarorð eins og “neyddist” til og “þráhyggja” og til að ítreka að konan gerði þetta ekki viljandi, heldur fann sig knúna til að hegða sér á þennan hátt. [...]

Kvenleikann, segir Riviere er því hægt að setja upp eins og grímu, bæði til að fela að konan hefur yfir karlmennsku að ráða og til að forða henni frá refsingu ef það uppgötvaðist að hún ætti karlmennsku í fórum sínum. Eftir að hafa sett fram þá tilgátu sína að enginn munur sé á grímuleiknum og kvenleiknum tekur Riviere nokkur svipuð dæmi til að styrkja kenningu sína og ræðir þar meðal annars háskólakonu sem velur sér alltaf sérlega kvenleg föt til að fyrirlesa í og spilar kvenleika sinn svo upp með gríni og léttúð gagnvart stöðu sinni að karlarnir fyrtust við og föttuðu að hún var bara að leika hlutverk fyrir þá – þarna er komið dæmið um leikinn sem sadískan, til að stríða köllunum.
Og eitt enn sem Riviere nefnir er að þrátt fyrir að karlar láti yfirleitt blekkjast af grímuleik kvenleikans, þá sjái konur alltaf í gegnum hann!
(Mbl. 7/9 ´02)

Kvenleikurinn er semsagt bara hlutverk, sem ég tek þátt í að skapa/semja. Ég er leikstjórinn í lífi mínu og samkvæmt mínu leikriti er feminismi og rokk drulludömulegt, og bara eitt og hið sama.
Haaaaa...........

Eða einsog Úlfhildur segir: besta lausnin er sú að ýkja leikinn og taka hann þannig upp á eigin forsendum að svo miklu leyti sem það er hægt. Í stað þess að sjá kvenleikinn sem grímu sem karlar neyða upp á okkur, þá kýs ég að sjá hann sem grímu sem þeir neyðast til að horfast í augu við að sé leikur. Kvenleikanum verður ekki varpað burt í einu vetfangi, svo mikið er ljóst, og er það endilega æskilegt? Þegar ég horfi á hvernig karlar vinna sína vinnu, hvernig þeir taka sig alltaf svo hátíðlega, hvernig þeir þenja út brjóstkassann og tala í tóni þess sem vitneskjuna og valdið hefur – þá hugsa ég með mér nei takk, þetta hlutverk vil ég ekki leika. Svona vil ég ekki sýna mitt sjálfstæði, svona fulltrúi vil ég ekki vera fyrir mitt fag og mitt starf. Þá vil ég frekar leika mér með mína kvenleiki.

Og við erum öll alltaf að leika leikrit. Úlla ýkir þó örlítið hlutverk karlanna, því ekki eru þeir allir svona greyin, montnir með brjóstkassann útí loft (samt margir), alveg einsog ekki eru allar dömur heimskar þó þær séu með bleikan varalit.

Já ókei, nú er komið sko nóóóóóóóóóg í dag.
Ble.


15:56

Comments: Skrifa ummæli



Fara upp



Manifestó Dömustaða

Að vera dama er ekki að vera sífellt skúrandi gólfin á háhæluðum skóm með varalit.
Að vera dama er djöfulli töff og kúl.
Að vera dama er að vera meðvituð um kvenleikann en láta hann ekki yfirbuga sig.
Að vera dama er að njóta þess að vera kona og ekki láta kúga sig vegna þess eins að kona er dama. Eða dama er kona.
Að vera dama er að njóta þess að vera háhæluðum skóm þegar dömu langar eða strigaskóm þegar dömu langar.
Dama hefur gaman af að vera í háhæluðum skóm, en hún fer úr þeim ef þeir eru óþægilegir.
Það er líka dömulegt að vera í strigaskóm.
Dama nýtur þess að mála sig og hefur gaman af öllum þessum litum, en hún finnur öngva þörf fyrir að mála sig, dama getur látið sjá sig utanhúss ómáluð og skammast sín ekki.
Dama fer út í búð á náttbuxunum og hefur gaman af.
Dama fer í gallabuxum á skrifstofuna og hugsar ekki er í lagi að mæta í gallabuxum á skrifstofuna.

Dama lætur ekki kúga sig.

Dama lætur ekki kúka á sig.

Það er bara ógeðslegt



Dolly speki vikunnar:
"I have two natural pillows on the front"


Teljari